Hef sett saman og kennt þessi námskeið fyrir nemendur við Listaháskóli Íslands og listfræðinemendur við Háskóla Íslands
HEIMUR SJÓNARSPILSINS
Lýsing: Fjallað verður um heimspekilegar og listfræðilegar kenningar um að við lifum í heimi sjónarspils. Þær kenningar má m.a. rekja aftur til hinnar frægu helliskenningar Platóns. Í námskeiðinu verður farið nákvæmlega í hellislíkinguna, firringarkenning
Frankfurtarskólans verður rædd, en einkum þó kenningar Situationismans um samfélag sjónarspilsins. Kenningar Susan Sontag um áhrif ljósmynda á einstaklinga og samfélög og kenningar póstmódernistans Jean Baudrillard um eyðimörk
veruleikans verða einnig skoðuð. Áhersla verður lögð á að ræða hlutverk og hlutskipti myndlistar (og hönnunar og jafnvel arkitektúrs) í samfélagi sjónarspilsins.
Markmið: Að nemendur þekki nokkrar grundvallarkenningar um heiminn sem sjónarspil og geri sér jafnframt grein fyrir þverstæðum í umræðunni.
LISTIN SEM HREYFIAFL
Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands
Berlín – hin nýja miðja Evrópu
Fáar borgir eiga sér jafn magnaða sögu og Berlín og fáar borgir státa af jafn lifandi menningarlífi. Borgin var lögð í rúst í heimsstyrjöldinni seinni og skipt í tvo hluta í kalda stríðinu. Í dag er Berlín aftur komin í þjóðleið og af mörgum talin vera menningarhöfuðborg Evrópu. Í námskeiðinu mun Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður rekja sögu borgarinnar í máli og myndum og segja frá mannlífi og menningu. Hjálmar fjallar um hina prússnesku arfleifð og hina villtu Berlín þriðja áratugarins. Marlene Dietrich kemur við sögu, Alexanderplatz, Ríkisþingið, Brandenborgarhliðið, Ólympíuleikvangurinn og Þriðja Ríkið. Borginni á tímum múrsins verður lýst og fjallað verður um hina stórkostlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Berlín síðustu árin.
Landbúnaðarháskólinn