Gönguferð um Reykjavík

Gönguferðir á vegum Hálendisferða

Kerlingarfjöll - Þjórsárver: Háhitasvæði og friðland heiðgæsar
5 daga gönguferð

efra_hverasvaedi_smthjorsarver_sm

Í þessari ferð er haldið inn að miðju Íslands. Í fjallaþyrpingunni Kerlingarföll er eitt magnaðasta og leyndardómsfyllsta háhitasvæði landsins umkringt háum líparitsfjöllum. Gengið er um hveradali í gegnum fjallaþyrpinguna og þaðan yfir í gjörólíkt landslag friðlandsins suður af Hofsjökli. Jökulvatnið kvíslast þar eins og háræðanet um svæðið og gefur því næringu. Þarna er kafagróður og eitt stærsta heiðagæsavarp í heiminum. Á leiðinn til baka til Reykjavíkur verða litt þekktir fossar í jökulsánni Þjórsá skoðaðir.
Leiðsögumenn: Hjálmar Sveinsson og Ósk Vilhjálmsdóttir



Undraveröld Eyjabakka og Lónsöræfa
5 daga gönguferð
vesturdalsjokullSnaefell
Gönguferð um ævintýralega undraveröld fossa, jökla og líparítfjalla. Ferðalag um eitt fjölbreyttasta svæði landsins með létta poka en vistum og svefnpokum hefur verið komið fyrir í skálum. Skálagisting og góður matur.
Leiðsögumenn: Hjálmar Sveinsson og Ósk Vilhjálmsdóttir



Borgarferðir á vegum Iceland Express

Berlín, Búdapest ofl.